Tap í ÁrbænumPrenta

Fótbolti

Fylkir sigraði Njarðvík 3 – 1 í Lengjubikarnum í kvöld. Fylkismenn byrjuðu leikinn af krafti og pressuðu okkur stíft þar til þeir náðu að skora fyrsta markið á 12 mín. Tvö önnur mörk komu svo á 35 og 38 mín, enda ræðu þeir gangi mála þó okkur tókst annað slagið að ná ágætum köflum.

Seinnihálfleikur var mun skárri hjá okkur og við fórum að beita okkur enda sigrðum við hann 0 – 1 ef hægt er að segja svo. Okkar mark kom á 86 mín og það gerði Alexander Helgason eftir fyrirgjöf fyrir markið sem hann afgreiddi snyrtilega í markið, hans fyrsta marki fyrir Njarðvík. Sigur Fylkis í kvöld var sanngjarn enda talsverður munur á liðunum, meiðsli og veikindi settu sinn svip á leikmannahópinn hjá okkur í kvöld sem við meigum ekki mikið við.

Þessi leikur okkar í kvöld var eitt þúsundasti mótsleikur okkar í mótum hjá KSÍ. Næsti leikur okkar er á laugardaginn 16. mars gegn ÍBV í Reykjaneshöll.

Mynd/ Alexander Helgason markaskorari okkar í kvöld.

Leikskýrslan Fylkir – Njarðvík