Tap í fyrstu umferð: Umfjallanir helstu miðlaPrenta

Körfubolti

Vertíðin fékk rólega byrjun í Subwaydeild karla í gærkvöldi þar sem okkar menn í Njarðvík máttu fella sig við 83-77 ósigur gegn ÍR í nýja íþróttahúsinu Skógarseli. Dedrick Basile var stigahæstur okkar manna með 21 stig og 5 stoðsendingar. Í næstu umferð leggja Ljónin land undir fót þegar liðið mætir Hetti á Egilsstöðum þann 13. október.

Hér að neðan má sjá umfjallanir helstu miðla eftir leik:

Karfan.is: ÍR lagði Njarðvík óvænt í fyrsta leik tímabilsins

Karfan.is: Það fer enginn í alvarlega naflaskoðun eftir fyrsta leik

Mbl.is: Óvæntur sigur ÍR á Njarðvík

Vísir.is: Fallbyssufóðrið skaut á móti