Tap í spennuleik gegn ÍRPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur varð að fella sig við 49-47 ósigur gegn ÍR í 1. deild í gærkvöldi. Með tapinu í gær situr Tindastóll enn á toppi deildarinnar með 12 stig, Njarðvík og Keflavík b bæði með 10 stig og Fjölnir og ÍR í 4.-5. sæti með 8 stig svo baráttan harðnar með hverri umferðinni.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var lítið skorað en atkvæðamest í Njarðvíkurliðinu var Vilborg Jónsdóttir með 15 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Henni næst var Erna Freydís Traustadóttir með 11 stig og 5 fráköst.

Skotnýting okkar kvenna hefur verið betri, 34% í teignum, 22% við þriggja stiga línuna og 4 af 9 í vítum eða 44% og ljóst að gera þarf betur á góðgerðarlínunni. En nú er enginn tími til að staldra við, það er þéttofin dagskráin í 1. deild kvenna og von á toppliði Tindastóls í heimsókn sunnudaginn 24. nóvember. Þar ætla okkar konur sér ekkert annað en sigur og stóla á þig í stúkuna!

Tölfræði leiksins: ÍR 49-47 Njarðvík

Mynd/ Vilborg Jónsdóttir var stigahæst í Njarðvíkurliðinu í gær.