Drengjaflokkur mátti sætta sig við tap gegn Þór Akureyri fyrir norðan. Leikurinn var jafn framan af og aðeins 5 stig sem skildu á millí hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mikil brekka fyrir okkar menn og þeir sáu aldrei ekki til sólar. Þór er með mjög sterkt lið og eru á toppi deildarinnar. Lokatölur 77-54
Drengirnir sóttu hinsvegar sigur í síðasta leik gegn Breiðablik heima í Njarðvík , þeir voru lengi afstað og Breiðablik hélt sér í leiknum alveg fram í fjórða leikhluta. Okkar strákar stigu svo á bensíngjöfina í lok leiks og unnu góðan 67-58 sigur.
Næsti leikur er í kvöld í bikarkeppninni gegn Stjörnunni B kl 19:30