Þakkir frá UnglingaráðiPrenta

Körfubolti

 

Nú hafa heiðurshjónin Pétur Hreiðarsson og Sigrún Björnsdóttir ákveðið að hætta störfum fyrir unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar vegna anna.

Þau hafa starfað ötullega um langt árabil í unglingaráði með góðum hópi fólks og hafa tekið þátt í gjöfulu og jafnframt krefjandi sjálfboðaliðastarfi af mikilli elju sem hefur tryggt félaginu mjög öflugt unglingastarf.
Pétur hafði einnig sem dæmi mikil áhrif á að félagið hrinti af stað vinnu við að styðja þá krakka sem komast í yngri landslið Íslands fjárhagslega og hefur mótað og stýrt þeim lið fyrir unglingaráðið. Hafa krakkarnir okkar því fyrir vikið staðið mun betur að vígi en landsliðskrakkar hjá flestum öðrum félögum sem hafa þurft að greiða verulega með sér vegna landsliðsverkefna.

Unglingaráð Kkd. UMFN vill hér með færa þeim þakkir fyrir frábært samstarf á liðnum árum og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Hafsteinn Hilmarsson
formaður unglingaráðs

*Á meðfylgjandi mynd eru Pétur og Sigrún annað par frá vinstri en þarna má sjá unglingaráðið saman á góðri stundu!