The Art of shooting búðirnar í IceMar Höllinni 30.-31. maíPrenta

Körfubolti

Njarðvík mun halda flottar körfuboltabúðir í samstarfi við Shooting club skotbúðir sem hafa farið víðsvegar um Evrópu. Búðirnar eru því þær fyrstu í Icemarhöllinni og bera nafn Peter Rajniak sem er aðalþjálfari búðanna en hann hefur farið um Evrópu síðustu ár með þessar búðir sem einblína sérstaklega á skottækni og skot í öllum aðstæðum. Hann er skotþjálfari A-landsliðs Luxembourg og starfar fyrir körfuknattleikssamband þeirra. 

Búðirnar verða 30.-31. maí í IceMar Höllinni í Njarðvík. Peter er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður og tenging hans við Njarðvík er að hann og Logi Gunnarsson voru liðsfélagar á Spáni sem atvinnumenn. 

Hér eru allar upplýsingar um búðirnar og skráningarlinkur á skotbúðirnar 

Við mælum með að allir skrái sig sem fyrst því vanalega fyllist fljótt í þessar skotbúðir þegar þær eru haldnar erlendis. Búðirnar eru í boði fyrir iðkendur fædda 2014 og eldri. Salnum verður skipt eftir aldri. Allir fá bol merkta búðunum. Iðkendur annara félaga eru einnig velkomnir.