Þjóðhátíðarkaffi KKD UMFN mánudaginn 17. júníPrenta

Körfubolti

Venju samkvæmt verður Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur með veglegt þjóðhátíðarkaffi á 17. júní á sal Grunnskóla Njarðvíkur. Bráðmyndarlegt veisluborð hlaðið kræsingum sem eru myndarlega hanteraðar í höndum grænna og vænna félagsmanna en síðastliðin ár hefur myndast skemmtileg stemmning á þjóðhátíðarkaffinu og jafnan fagnaðarfundir yfir rjúkandi kaffibolla og gómsætu meðlæti.

Þjóðhátíðarkaffið verður á sal Njarðvíkurskóla frá kl. 14-17 og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á hlaðborði kræsinganna.

Aðgangseyrir:
Fullorðnir kr. 1500,-
Börn 6-18 ára kr. 500,-

Viðburður – Facebook

Kaffisamsætið er ómissandi þáttur í hátíðarhöldum 17. júní enda fagnar enginn þjóðhátíðardeginum á tómum maga.

#ÁframNjarðvík

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn KKD UMFN