Þjóðhátíðarkaffi og fjölskyldubingó 17. júníPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur tekur þjóðhátíðardaginn með trompi þetta árið. Nóg verður við að vera fyrir alla fjölskylduna því við hefjum daginn á risastóru fjölskyldubingói í Ljónagryfjunni kl. 13.00 þar sem stærsti vinningurinn er risatrampólín!

Líkt og fyrri ár þá verður þjóðhátíðarkaffið á sínum stað en það hefst strax að bingói loknu eða kl. 14.00 á sal Grunnskóla Njarðvíkur. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er kr. 1500 en kr. 500 fyrir börn 6-18 ára.

Skemmtidagskrá Reykjanesbæjar verður einnig í fullum gangi í skrúðgarðinum í Njarðvík frá kl. 14.00 en þar verður hoppukastali, leikfélagið mætir, þrautabraut, andlitsmálning, dansatriði frá DansKompní og fleira. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna á þjóðhátíðardaginn 17. júní næsta föstudag.

Ljónagryfjan – Njarðvíkurskóli – Skrúðgarðurinn í Njarðvík… allt fjörið á sama stað!

Viðburður fyrir Fjölskyldubingó
Viðburður fyrir Þjóðhátíðarkaffi