Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur verður með eitthvað fyrir alla á þjóðhátíðardaginn 17. júní næstkomandi. Venju samkvæmt verður veglegt kaffisamsæti í Njarðvíkurskóla og fjölskyldubingó með veglegum vinningum verður þetta árið í Stapaskóla.
Þjóðhátíðarkaffi deildarinnar hefst í Njarðvíkurskóla kl. 14.00 og eru Njarðvíkingar hvattir til þess að fjölmenna og fagna saman og gæða sér á gómsætum veitingum sem eru reiddar fram og gefnar af okkar öfluga félagsfólki. Kaffisamsætið er ómissandi þáttur í hátíðarhöldum 17. júní enda fagnar enginn þjóðhátíðardeginum á tómum maga.
Aðgangseyrir í Þjóðhátíðarkaffið:
Fullorðnir kr. 1500,-
Börn 6-18 ára kr. 500,-
Fjölskyldubingó deildarinnar verður með veglega vinninga en það fer fram í Stapaskóla og hefst kl. 11.00. Ungir sem aldnir geta átt von á skemmtilegum glaðningum og því vissara að fylgjast vel með þegar bingóstjórinn les upp tölurnar.