Þjóðhátíðarkaffið glæsilegt í NjarðvíkurskólaPrenta

Körfubolti

Þjóðhátíðarkaffi Körfuknattleiksdeildar UMFN fór fram í Njarðvíkurskóla á 17. júní. Venju samkvæmt var margt um góða gesti enda kaffihlaðborðið drekkhlaðið líkt og hin fyrri ár. Hr. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar leit við á samkomunni og gæddi sér á fjölbreyttum kræsingum.

Þjóðhátíðarkaffið er fastur liður í starfsemi deildarinnar og ánægjulegt að sjá hve margir taka sér tíma í að mæta við samsætið. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem liðsinntu við að gera daginn jafn veglega úr garði og raun bar vitni.

Myndasafn

Takk fyrir komuna og takk fyrir okkur!

Stjórn KKD UMFN.

Mynd með frétt/ Gestir sumir hverjir mættu prúðbúnir og settu skemmtilegan svip á samkomuna.