Thomas Boakye gengur til liðs við Njarðvík
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur samið við Thomas Boakye um að leika með félaginu í Lengjudeildinni á lokakafla tímabilsins.
Thomas kemur til okkar frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Halmstads BK þar sem hann hefur verið frá árinu 2018. Hann er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið 259 leiki og skorað 24 mörk fyrir Östersunds FK, Varbergs BoIS og Halmstads BK í sænsku deildunum Allsvenskan og Superettan.
Thomas er 32 ára gamall fjölhæfur leikmaður frá Gana sem getur bæði leyst stöðu kantmanns og bakvarðar.
Thomas kemur til landsins á morgun mánudag og verður spennandi að sjá hann spila fyrir Njarðvík í grænu treyjunni.
Knattspyrnudeildin býður Thomas velkominn til Njarðvíkur!
Fyrir fánann og UMFN