Þór Akureyri heimsækir Ljónagryfjuna í kvöldPrenta

Körfubolti

Þór Akureyri mætir í Ljónagryfjuna í Subwaydeild karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 18.15. Eins og flestum er kunnugt er áhorfendabann á leik kvöldsins.

Nokkur munur er á liðunum fyrir leik kvöldsins þar sem okkar menn verma 2. sætið í deildinni með 16 stig en Þór situr á botni deildarinnar með 2 stig. Þórsarar náðu nýverið í sín fyrstu stig eftir sigur á Grindavík og því ljóst að gestirnir munu selja sig dýrt.

Í ljósi áhorfendabanns gefur það auga leið að íþróttahreyfingin í landinu er að verða fyrir miklum búsifjum og því hefur stjórn deildarinnar ákveðið að setja af stað skemmtilegan lukkuleik. Allir sem kaupa miða á leikinn verða settir í pott og tveir heppnir miðaeigendur verða dregnir út og fá skemmtileg verðlaun. Hver miði skiptir máli en hægt verður að leggja inn fyrir miðakaupunum hér:

0147-26-410
650182-0229
Miðaverð 2000kr

Leikur kvöldsins verður einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.