Þór Þ.-Njarðvík leikur 2 í Þorlákshöfn í kvöld!Prenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld kl. 19.30. Þetta er annar leikurinn í rimmu liðanna en Ljónin leiða 1-0 eftir öflugan sigur í fyrsta leik í Ljónagryfjunni.

Leikur kvöldsins fer fram í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn og hvetjum við Grænu Hjörðina til að fjölmenna og styðja við bakið á peyjunum. Fyrir þá sem komast ómögulega verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.

Áfram Njarðvík