Þorrablót Njarðvíkur 2025Prenta

UMFN

Þorrablót Ungmennafélagsins Njarðvíkur fór fram laugardaginn 1.febbrúar síðastliðin og nú var það haldið í nýju körfuboltahöllinni okkar við Stapaskóla, IceMar-höllinni.

Ótrúlega vel heppnað þorrablót og stemmningin í hámarki endar um stærsta þorrablót í sögu félagsins að ræða.

Venju samkvæmt var tekið á móti gestum með hárkarli og brennivíni og gestir leiddir inn í glæsilegan hátíðarsal.

Dagskráin var hefðbundin, matur, söngur og gleði, annáll, skemmtiatriði og svo ball. Öll þessi atriði tókust mjög vel og færum við þeim okkar bestu þakkir. Annállinn var sérstaklega skemmtilegur og hnitmiðaðir brandarar hans Örvars Kristjáns veislustjóra slógu rækilega í gegn. Lukkan var með 15 gestum sem hlutu vinning í þorralukkunni í ár og vill þorrablótsnefndin koma á þökkum til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrktu þorrablótið með glæsilegum vinningum.

Kæru Þorrablótsgestir, við viljum líka þakka ykkur kærlega fyrir alveg stórkostlegt kvöld!

Njarðvíkingar kunna svo sannarlega að skemmta sér 💚

Allt þið frábæra fólk, sjálfboðaliðar og starfsmenn sem gera svona kvöld að veruleika. Styrktaraðilar, Barþjónusta, Örn og SOHO, Maggi og Berglind hjá BM lausnum, Örvar Kristjáns eins og alltaf, Hebbi, Auddi og Steindi, Matti Matt og hljómsveit, Magnús bóndi, Ómar… TAKK!

Annállinn.. VÁ

Nefndin vill færa Árna Gunnlaugssyni sérstakar þakkir. Hann flutti fyrir okkur ÖLL tæki og tól svo hægt væri að gera salinn svona stórglæsilegan.

Einnig vill nefndin færa lögreglunni á Suðurnesjum sérstakar þakkir.

Að lokum vill Aðalstjórn UMFN þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til þess að geta haldið svona glæsilegt blót, það þarf ansi mikið að ganga heim og saman til þess að þetta gangi allt upp, og sérstaklega er Þorrablótsnefndinni sendar okkar bestu þakkir fyrir þeirra miklu vinnu við að landa þessu þrekvirki á jafn góðan máta og úr varð.

Myndir frá kvöldinu verða birtar fljótlega.