Þrettán leikmenn úr yngri flokkum Njarðvíkur hafa verið boðaðir til æfinga með yngri landsliðum Íslands núna fyrir jól. Í frétt á heimasíðu KKÍ segir: „Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið sína fyrstu æfingahópa. Koma U15 & U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. U20 ára liðin verða valin á nýju ári og munu einnig hefja æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur.“
U15
Fanney Helga Grétarsdóttir
Harpa Rós Ívarsdóttir
Rósa Kristín Jónsdóttir
Sigurbergur Logi Jóhannsson
U16
Dagbjört Dóra Kristmannsdóttir
U18
Almar Orri Jónsson
Bóas Orri Unnarsson
Helga Jara Bjarnadóttir
Hulda Agnarsdóttir
Inga Lea Ingadóttir
Kristín Björk Guðjónsdóttir
Patrik Joe Birmingham
Sara Björk Logadóttir