Þriðja tapið í röðPrenta

Fótbolti

Njarðvík heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesið í kvöld og það voru heimamenn sem sigruðu 2 – 1. Þetta var þriðji tapleikurinn í röð hjá okkur og við erum komnir niður í neðri hlutann. Heimamenn náðu að gera mörkin sín tvö á 11 og 18 mín. Mörkin tvö voru það eina sem skildi liðin að eftir fyrrihálfleik.

Seinnihálfleikur var mun betri hjá okkur og við náðum að minnka munin á 57 mín með góðu skoti. Eftir markið náðum við að þjarma vel að heimamönnum án þess að ná að jafna leikinn.

Það er ljóst að við verðum að fara að taka stig og leikmenn verða að taka sig til ná upp þeirri baráttu og þann leik sem við vorum að sýna í byrjun móts. Við erum með lið sem á að gera miklu betur en leikmenn allir sem einn verða að stíga upp.

Næsti leikur okkar er á Ólafsfirði á laugardaginn gegn KF.

Leikskýrslan Grótta – Njarðvík

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld

IMG_5546

IMG_5535

IMG_5521

IMG_5520