Þrír leikmenn bætast viðPrenta

Fótbolti

Þrír leikmenn hafa bæst við leikmannahóp meistaraflokks í dag. Fyrstan er að telja Árna Þór Ármannsson en hann þekkja stuðningsmenn vel. Árni hefur frá árinu 2005 leikið yfir 200 leiki með meistaraflokki. Árni Þór skipti yfir í Víði haustið 2013 og var þar spilandi aðstoðarþjálfari.

Stefán Guðberg Sigurjónsson kemur frá Keflavík en hann skipti frá okkur í fyrra vetur og var varamarkvörður sl. Sumar hjá Keflavík.

Gunnar Bent Helgason er tvítugur sóknarmaður sem kemur frá Haukum en hann hefur æft með okkur að undanförnu.

Við bjóðum þá alla velkomna í okkar raðir.

Mynd/ Árni Þór, Stefán Guðberg og Gunnar Bent