Fyrsti æfingahópur U20 karla hefur verið boðaður til æfinga fyrir sumarið 2023 en um 40 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins. Hópurinn æfði um helgina en lokahópur verður svo valinn í kjölfarið innan tíðar. Liðið mun keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og svo tekur liðið þátt í stóru verkefni þegar A-deild á Evrópumóts FIBA fer fram í júlí á Krít í Grikklandi.
Þrír Njarðvíkingar voru valdir til æfinga um helgina en það voru þeir Elías Bjarki Pálsson, Jan Baginski og Róbert Birmingham. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur óskar þeim til hamingju með útnefninguna!