Þrjátíu stelpur úr 5.- 6.- og 7. flokki tóku þátt í Símamótinu í Kópavogi sem lauk í dag en hófst á fimmtudaginn. Mótið gekk vel hjá okkar liðum en fyrst og fremst er að koma heim ánægður með þátttökuna.
Stelpurnar stóðu sig þvílíkt vel og er gaman að sjá bætingarnar sem hafa verið hjá þeim síðustu mánuði! Þær eru farnar að spila betur saman og leikskilningur orðinn mun betri. Þjálfarar stúlknanna þau Daníel og Dagmar eru sammála um að það sé gaman að þjálfa þessar stelpur, þær eru svo jákvæðar og skemmtilegar! Þau vilja einnig þakka foreldrum fyrir frábæra samvinnu og jákvæðni á öllu mótinu á þeirra hefði þetta ekki gengið upp.
Myndirnar eru frá mótinu og fengnar frá foreldrum.