Æfingataflan er klár fyrir veturinn og munu æfingar hefjast aðeins fyrr hjá eldri hópunum en vanalega þar sem Íslandsmótin hefjast í byrjun september.
7.flokkur og eldri byrja æfingar föstudaginn 20.ágúst, 11 ára og yngri hefja svo æfingar 30.ágúst.
Hér er hægt að sjá æfingatöflu vetrarins en hún er tilkynnt með fyrirvara um breytingar. Taflan er unnin í samstarfi við knattspyrnudeild félagsins til að reyna að hafa skörun sem minnsta á æfingum deildanna.
Fyrstu dagana munu æfingatímarnir ekki vera samkvæmt töflu en það er vegna opnunartíma íþróttahúsanna. Þjálfarar munu koma upplýsingum til leikmanna varðandi æfingatímana fyrstu dagana. Æfingataflan tekur svo gildi miðvikudaginn 25.ágúst.
Skráning fer í gegnum heimasíðu félagsins www.umfn.is efst á síðunni ” skráning iðkenda“. Hér eru leiðbeiningar um nýskráningu í gegnum nýja skráningarforritið Sportabler. Opnað verður fyrir skráningar seinna í vikunni.
Áfram verður að passa vel uppá sóttvarnir þegar svona miklar hópamyndanir eru og mikilvægt er að allir iðkendur þvoi hendur fyrir og eftir æfingar.
Foreldrar eru beðnir að vinsamlegast ekki fara inní íþróttahúsin ef iðkendum er skutlað eða þeir sóttir á æfingar.
Breyting á þjálfarahóp
Það hafa orðið nokkrar breytingar á þjálfarahópnum. Þeir Einar Árni Jóhannsson, Baldur Örn Jóhannesson, Adam Eiður Ásgeirsson, Friðrik Ragnarsson, Gunnar Már Sigmundsson og Birgir Örn Hjörvarsson verða ekki áfram í þjálfun hjá félaginu og þökkum við þeim kærlega fyrir starfið og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Það koma því nýir þjálfarar inní starfið hjá okkur í vetur.
Benedikt Guðmundsson tók í vor við karlalið félagsins og mun hann einnig koma inní þjálfun yngri flokka. Benedikt á langan og farsælan þjálfaraferil að baki, hann hefur þjálfað í yfir 30 ár. Benedikt hefur bæði þjálfað í yngri flokkum og í meistaraflokkum hjá mörgum félögum landsins en hann er upprunalega úr KR. Hann er núverandi A-landsliðsþjálfari kvenna og hefur einnig þjálfað mörg yngri landslið Íslands. Hann er að koma til Njarðvíkur í annað sinn en hann þjálfaði yngri flokka hjá félaginu á árunum 1998-2000. Benedikt mun þjálfa 7. og 8.flokk drengja ásamt minnibolta 8 og 9 ára drengja.
Aliyah Collier er bandarískur leikmaður meistaraflokks kvenna og mun koma inn sem aðalþjálfari stúlknaflokks og mun Lárus Ingi Magnússon vera henni til aðstoðar. Aliyah hefur reynslu af þjálfun og hefur leikið sem atvinnumaður bæði í Portúgal og Finnlandi, áður lék í hún í bandaríska háskólaboltanum með hinu sterka skólaliði Clemson University.
Leikmaður karlaliðsins Nicolas Richotto mun líka koma í þjálfun og vera aðstoðarþjálfari. En hann var kynntur sem nýr leikmaður Njarðvíkur í dag. Hér má sjá fréttina um Nico. Hann á langan atvinnmunnaferil að baki úr bestu deild Evrópu, ACB deildinni á Spáni, auk þess að hafa leikið lengi með landsliði Argentínu sem er talið eitt af þeim sterkustu í heiminum.
Þá munu þau Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir leikmenn meistaraflokks kvenna og Veigar Páll Alexandersson leikmaður meistaraflokks karla koma inn í aðalþjálfarastöður en þau hafa öll nokkurra ára reynslu sem aðstoðarþjálfarar og hafa þau þjálfað á sumarnámskeiðunum okkar síðustu ár.
Morgunæfingar hefjast svo seinna í haust en þær eru tvisvar í viku fyrir 7.flokk og eldri.
Til að bæta umbjörð og aðstæður hjá yngri flokkum verður einnig boðið uppá styrktarþjálfun fyrir sama hóp, verður það auglýst síðar.
Þjálfarar Njarðvíkur 2021-2022
Stúlknaflokkur | Aliyah Collier, aðstoðarþjálfari: Lárus Ingi Magnússon |
Drengja og unglingaflokkur | Mario Matasovic og Hermann Ingi Harðarsson |
10. flokkur stúlkna | Hermann Ingi Harðarsson |
9. og 10. flokkur drengja | Jón Arnór Sverrisson og Veigar Páll Alexandersson |
8. og 9.flokkur stúlkna | Eygló Alexandersdóttir og Bylgja Sverrisdóttir |
7. og 8.flokkur drengja | Mario Matasovic og Benedikt Guðmundsson |
7. flokkur stúlkna | Vilborg Jónsdóttir |
MB 10 -11 ára drengja | Veigar Páll Alexandersson og Dedrick Basile |
MB 10 -11 ára stúlkna | Bylgja Sverrisdóttir og Helena Rafnsdóttir |
MB 8-9 ára drengja | Benedikt Guðmundsson |
MB 8-9 ára stúlkna | Agnar Mar Gunnarsson |
MB 6-7 ára drengja | Agnar Mar Gunnarsson |
MB 6-7 ára stúlkna | Agnar Mar Gunnarsson |
Leikskólahópur | Agnar Mar Gunnarsson |
Yfirþjálfari er Logi Gunnarsson