Tímabilið hefst í dag!Prenta

Körfubolti

Baráttan um sæti í efstu deild

Í dag hefur kvennalið Njarðvíkur leik í 1. deild kvenna þegar liðið tekur á móti Fjölni b í Njarðtaksgryfjunni kl. 16.00. Okkar konum hefur verið spáð góðu gengi í deildinni en eins og við vitum þá er það „bara” spá og langt keppnistímabil framundan. Þó verður ekki farið í grafgötur með það að Njarðvíkingar ætlar sér upp í deild þeirra bestu á nýjan leik!

Á vellinum í dag mun stjórn deildarinnar hafa árskort fyrir karla- og kvennaleiki félagsins til sölu á meðan leikurinn fer fram en rétt er að geta þess að aðeins 200 áhorfendur verða leyfðir á leiknum með tilliti til gildandi sóttvarnareglna frá KKÍ/ÍSÍ. Eftir að 200 manna viðveru er náð verður að vísa fólki frá og gildir gamla reglan: „Fyrstur kemur, fyrstur fær.”

Nú þegar höfum við á miðlum UMFN verið að kynna leikmannahópinn okkar í máli og myndum en hér má nálgast kynningu á liðinu og leikjadagskrá liðsins á komandi vetri:

Liðskynning: Meistaraflokkur kvenna 2020-2021

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að taka virkan þátt í tímabilinu með okkar konum, mæta á völlinn og styðja þær áfram enda stuðningurinn sjötti leikmaðurinn á vellinum!

Viðburður leiksins – Facebook

Tvö önnur Njarðvíkurlið eru einnig á ferðinni í dag. Í 2. deild karla mætast Njarðvík b og KR b í Njarðtaks-gryfjunni kl. 12.00 og 7. flokkur drengja mætir UMFK í Klébergi kl. 12.30.

#ÁframNjarðvík