Tímabilið hefst í kvöld með leik í hinu nýja SkógarseliPrenta

Körfubolti

Þá er komið að því, keppni í Subwaydeild-karla hefst í kvöld, fimmtudaginn 6. október. Njarðvíkurljónin hefja þessa vertíð á útivelli gegn ÍR í hinu glænýja Skógarseli og hefst leikurinn kl. 19:15. Við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna í Skógarsel og styðja við okkar menn þar sem leikurinn er ekki í beinni útsendingu í kvöld.

Aðrir leikir kvöldsins:

Þór Þorlákshöfn – Breiðablik 18:15
KR – Grindavík 19:15
Valur – Stjarnan 20:15

Á morgun lýkur umferðinni þegar Haukar taka á móti Hetti og Keflavík fær TIndastól í heimsókn.

Leikmannalisti Njarðvíkur 2022-2023
Jan Baginski
Oddur Rúnar Kristjánsson
Philip Jalalpoor
Bergvin Einir Stefánsson
Elías Bjarki Pálsson
Ólafur Helgi Jónsson
Rafn Edgar Sigmarsson
Haukur Helgi Briem Pálsson
Logi Gunnarsson
Maciek Baginski
Dedrick Basile
Mario Matasovic
Lisandro Rasio