Tímabilinu lokið hjá NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Svekkjandi niðurstaða úr leik gærdagsins og tímabilinu lokið hjá Njarðvíkurliðinu.

Það var ljóst fyrir síðustu umferð hefðbundinnar deildarkeppni í Lengjudeildinni í gær að Njarðvíkurliðinu dugði til sigur til að ná umspilssæti og um leið ná besta árangri í sögu Knattspyrnudeildarinnar.
Því var niðurstaðan súr þegar flautað var til leiksloka og staðan 2-2 á leikklukkunni í Safamýrinni og 6. sætið staðreynd.

Til að líta á glasið hálf fullt þá er 6. sæti jöfnun á besta árangri Njarðvíkur, en liðinu hafði verið spáð 10.-11.sæti fyrir mót af helstu sparkspekingum landsins eftir að hafa rétt bjargað okkur frá falli árið áður.
Liðið endar með 33 stig í ár, með +5 í markatölu og einungis 6 stigum frá toppliði ÍBV.
Margir flottir sigrar unnist, flottar mætingar á völlinn og full ástæða til að horfa björtum augum til framtíðar!

Vitnum að lokum í Gunnar Heiðar úr viðtali fotbolti.net:

„Gríðarlega spennandi, virkilega. Núna erum við búnir að setja okkur aðeins á kortið og núna vita allir allavega af okkur. Við erum ekki bara körfuboltalið, við erum líka með fótboltadeild hérna. Við erum bara helvíti góðir og sú vinna fer bara strax á mánudaginn í það að byggja upp klúbb og lið sem er að fara berjast á toppnum á næsta ári.”

Knattspyrnudeild Njarðvíkur þakkar öllum stuðningsmönnum og styrktaraðilum fyrir stuðninginn á liðnu tímabili og hlakkar mikið til að sjá alla á vellinum á næsta tímabili!

Fyrir Fánann og UMFN!

Helsta umfjöllun hér að neðan:
Viðtal við Gunnar Heiðar á fotbolti.net
Viðtal við Gunnar Heiðar og myndasafn á VF
Lokaniðurstaða Lengjudeildarinnar 2024