Tindastóll-Njarðvík í kvöld á Stöð 2 SportPrenta

Körfubolti

Fjórir leikir fara fram í Subwaydeild karla í kvöld. Okkar menn mæta Tindastól í Síkinu á einum af snúnari útivöllum landsins. Leikurinn hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

Aðrir leikir kvöldsins eru:
1
9:00 Þór Akureyri – ÍR
19:15 KR – Vestri
20:30 Valur – Stjarnan

Þar sem viðureign okkar gegn KR var frestað með litlum fyrirvara í síðustu umferð þá komu Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn sér á topp deildarinnar með sigri gegn ÍR. Það er því mikið í húfi í kvöld í Skagafirðinum.

Tindastóll vann fyrri viðureign liðanna í Ljónagryfjunni 74-83 svo okkar menn eiga harma að hefna. Liðið lagði af stað í gærkvöldi eftir æfingu og eru komnir norður og taka því daginn með ró á Króknum.

#ÁframNjarðvík

Mynd SBS/ Veigar Páll sækir að vörn Tindastóls í fyrri umferðinni.