Tindastóll-Njarðvík í Síkinu í kvöldPrenta

Körfubolti

Fjórir leikir eru á dagskránni í Subway-deild karla í kvöld og ljónin okkar leggja land undir fót í dag og mæta Tindastól í Síkinu í kvöld kl. 19:15. Fylgst verður með leiknum í Skiptiborðinu hjá Stöð 2 Sport.

Fyrri viðureign liðanna í deildinni var æsispennandi og fór 101-97 en síðan þá hafa auðvitað verið talsverðar hrókeringar á hópunum. Þetta verður vafalítið athyglisverður slagur þar sem okkar menn ætla að selja sig dýrt.

Áfram Njarðvík

Staðan í deildinni