Tindastóll-Njarðvík: Leikur 4 í Síkinu í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld kl. 20:15 verður fjórða undanúrslitaviðureign Njarðvíkur og Tindastóls í Subwaydeild karla. Staðan í einvíginu er 2-1 Tindastól í vil og með sigri í kvöld geta Njarðvíkurljónin jafnað metin og sett seríuna í oddaleik í Ljónagryfjunni.

Tindastóll vann fyrstu tvo leikina en okkar menn tóku þann þriðja í Ljónagryfjunni og hefur serían verið mikill rússíbani til þessa. Það er von á fjölmenni í Síkinu þar sem húsið verður opnað kl. 18.00 en heimamenn í Skagafirði verða með lifandi tónlist við grillskúrinn frá kl. 17.30 svo þessi laugardagur ætti að verða ansi eftirminnilegur. Sjá viðburð.

Eins og áður hefur komið fram eru sætaferðir frá Ljónagryfjunni kl. 14.00 í dag. Nánar hér.

Tryggið ykkur miða í Stubbur-app. Mætum græn!

#ÁframNjarðvík #FyrirFánannOgUMFN

Við styðjum Njarðvík: