Tómas Bjarki semur við Njarðvík til 2026Prenta

Fótbolti

Tómas Bjarki Jónsson hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeildina út árið 2026!

Tómas Bjarki gekk til liðs við okkur fyrir tímabilið 2023 frá Breiðablik, og átti ágætis fyrstu leiktíð sem litaðist svolítið til af meiðslum, en spilaði þó 13 leiki í Lengjudeildinni það tímabilið og var valinn efnilegasti leikmaður Njarðvíkur á lokahófi meistaraflokks karla.

Á liðnu tímabili spilaði hinsvegar Tómas 21 af 22 leikjum liðsins í Lengjudeildinni og var í byrjunarliðinu í öllum þeirra og lék 94% af þeim mínútum sem voru í boði í sumar.

Tómas er fæddur árið 2003 og getur leikið stöðu miðjumanns auk bakvarðar en hann hefur einmitt spilað stöðu hægri bakvarðar í fjölda leikja á liðnu tímabili og staðið sig mjög vel.

Tómas er kominn með alls 46 leiki fyrir Njarðvík á vegum KSÍ og vonumst við til að þeir verði töluvert fleiri í framtíðinni.
Í leikjunum 46 hefur Tómas gert 2 mörk fyrir Njarðvík.

Það er því mikið gleðiefni að Tómas Bjarki verður hluti af Njarðvíkurliðinu næstu tvö árin hið minnsta og óskar Knattspyrnudeildin Tómasi innilega til hamingju með nýja samninginn!