Toppliðið í heimsókn á miðvikudagPrenta

Körfubolti

Njarðvík-Valur 6. desember

Miðvikudaginn 6. desember næstkomandi koma Valskonur í heimsókn í Ljónagryfjuna í Domino´s-deild kvenna en þá mætast topp- og botnlið deildarinnar. Kvennalið Njarðvíkur hefur enn ekki fundið deildarsigur til þessa og hungrar í að landa stigum.

Valskonur tróna á toppi deildarinnar en á miðvikudag er kjörið færi á að liðsinna okkar konum við að landa sínum fyrstu deildarstigum með góðum stuðning úr stúkunni.

#ÁframNjarðvík