Toppsætið að veði í Njarðtaksgryfjunni!Prenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram toppslagur Njarðvíkur og ÍR í 1. deild kvenna. ÍR eru ósigraðar á toppi deildarinnar með 16 stig en Njarðvík fylgir fast á hæla ÍR með 14 stig. Liðin mættust 3. október síðastliðinn þar sem ÍR hafði 55-46 sigur í Hertz-hellinum. Ætli Njarðvík sér toppsætið þurfa ljónynjurnar að brúa þetta stigabil með sigri.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld getum við tekið á móti 90 vallargestum í Njarðtaksgryfjunni. Við minnum vallargesti á reglur KKÍ um framkvæmdir æfinga og leikja en þar má nálgast hvernig áhorfendur skuli bera sig að á leik kvöldsins.

Mætum og hvetjum okkar konur til sigur!

#ÁframNjarðvík