Toppsætið eftir tíu marka leikPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar náðu á ný toppsætinu í 2. deild eftir sigur á KV í tíu marka leik á KR vellinum í kvöld. Njarðvíkingar komust yfir strax á 2 mín þegar Arnar Helgi Magnússon skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Heimamenn náðu að jafna leikinn á 26 mín með skallamarki. Njarðvíkingar náð síðan forystunni á ný á 29 mín þegar Stefán Birgir Jóhannesson kom boltanum í netið eftir góða sókn. Styrmir Gauti Fjeldsted skoraði þriðja markið á 34 mín. Arnar Helgi Magnússon var síðan aftur á ferðinni á 40 mín þegar hann braust upp kantinn og setti hann í netið. Staðan 1 – 4 í hálfleik.

KV menn komu ákveðnir til seinnihálfleiks og áður en Njarðvíkingar höfðu áttað sig á að leikurinn væri hafinn höfðu þeir minnkað munin í eitt mark með mörkum á 48 og 52 mín. Greinilegt var að heimamenn ætluðu að láta hné fylgja kviði því þeir gerðu harða hríð að marki okkar. Smátt og smátt tókst Njarðvíkingum að komast inní leikinn og á 65 mín skoraði Theodór Guðni fimmta mark okkar af harðfyllgi. Arnar Helgi fullkomnaði þrennuna á 79 mín ekki sem verst hjá honum af varnarmanni að vera. Það sem eftir var af leiknum skiptust liðin á að sækja og heima menn voru staðráðnir í að ná að minnka munin á ný en svo fór ekki og sigurinn okkar.

Þessi leikur sýndi að í þessari deild er enginn öruggur með sigur og síst gegn liði eins og KV sem hefur á að skipa vel spilandi leikmönnum. Okkar lið á einnig hrós skilið fyrir frammistöðuna í kvöld fyrir utan upphafsmínóturnar í seinnihálfleik en þeir komu tilbaka og tóku stigin sem voru í boði. Úrslitinn í deildinni í kvöld þjappar þessu vel saman því í dag munar aðeins fjórum stigum á fyrsta sæti og því sjöunda. En toppsætið er okkar á markatölu ásamt Magna.

Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur þegar Völsungur koma í heimsókn í lokaumferð fyrri umferðar 2. deildar.

Myndirnar eru frá leiknum í kvöld.

Leikskýrslan KV – Njarðvík

Staðan í 2. deild 

IMG_8859   IMG_8899

IMG_8973   IMG_9005

IMG_8928   IMG_8936