Toppslagur gegn Tindastól í kvöld!Prenta

Körfubolti

Ljónin frá Njarðvík heimsækja þjóðveg 1 í dag er liðið heldur til Skagafjarðar og mætir Tindastól kl. 19:15 í toppslag Domino´s-deildar karla. Bæði lið hafa unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu. Njarðvík unnið gegn Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Val en Tindastóll gegn Þór Þorlákshöfn, Val og Haukum.

Leikurinn verður í beinni á netinu hjá Tindastóll TV:

http://www.tindastolltv.com/
https://youtu.be/BUSNR0h-pxc

Fyrir þá Njarðvíkinga sem ekki komast í Síkið í kvöld þá mætast Njarðvík og Fjölnir/ÍR í stúlknaflokki kl. 20:00 í Ljónagryfjunni í kvöld.

Mynd/ Kristinn Pálsson sækir að körfu Valsmanna í 3. umferð Domino´s-deildar.