Toppslagur í fjórðu umferð: Meistarar í heimsóknPrenta

Körfubolti

Í kvöld er leikið í fjórðu umferð Subwaydeildar kvenna þar sem Njarðvíkingar fara í uppgjör við toppinn þegar Íslandsmeistarar Vals koma í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 18:15 í Ljónagryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Eftir þrjár umferðir eru Valur og Njarðvík á toppnum, Valur með sigra gegn Grindavík, Skallagrím og Breiðablik en Njarðvík gegn Haukum, Fjölni og Grindavík. Toppsætið er því í húfi í kvöld og viljum við hvetja alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn.

Aðrir leikir kvöldsins í Subwaydeild kvenna eru Skallagrímur-Breiðablik og Keflavík-Grindavík.

Staðan í deildinni