Toppslagur í IceMar-Höllinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík tekur á móti Grindavík í fimmtu umferð Bónusdeildar kvenna í kvöld í sannkölluðum toppslag. Grindavík hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína á tímabilinu og eru eina taplausa lið deildarinnar. Njarðvík vermir 2.-5. sæti deildarinnar ásamt KR, Keflavík og Val sem öll hafa unnið þrjá leiki og tapað einum.

Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 í kvöld og við hvetjum Njarðvíkinga til að fjölmenna í grænu og styðja vel við bakið á okkar konum. Miðasala fer fram á Stubbur app

Vegna veðurs í gær var fyrstu leikjum umferðinnar frestað svo við fáum heila umferð í kvöld og allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Fyrir þá sem komast ekki í IceMar-Höllina í kvöld þá verður leikur Njarðvíkur og Grindavíkur á SÝN Sport Ísland 2 og Skiptiborðið á Sýn Sport Ísland.

Leikir kvöldsins

Njarðvík-Grindavík
Ármann-Valur
Haukar-Hamar/Þór
Stjarnan-Keflavík
Tindastóll-KR