Toppslagur í Subwaydeild kvenna í kvöld!Prenta

Körfubolti

Þá er komið að innansveitarkróniku Njarðvíkur og Keflavíkur í Subwaydeild kvenna þegar liðin mætast í toppslag deildarinnar kl. 20:30 í Ljónagryfjunni í kvöld!

Bæði lið hafa 5 sigra og 1 tapleik í deildinni til þessa og mun því leikur kvöldsins skera úr um hvort liðið tyllir sér eitt á toppinn um stund.

Til þessa er Njarðvík búið að vinna sigur á Haukum, Fjölni, Grindavík, Breiðablik og Skallagrím en tapleikurinn kom gegn Val. Keflvíkingar hafa hinsvegar lagt Breiðablik, Val, Grindavík, Fjölni og Skallagrím en tapið kom gegn Haukum.

Leikur kvöldsins verður í beinni á Stöð 2 Sport og svo verður Ungó skotið á sínum stað sem og auka bónus fyrir áhorfendur í tilefni af grannaslagnum. Ef liðin í kvöld skora saman 20 þriggja stiga körfur eða fleiri munu allir miðahafar fá fríar tvær pizzasneiðar og 1/2 líter af Pepsi Max á milli 11.00 og 17.00 á Ungó á morgun! #LetItRain