Toppslagur þegar Njarðvík mætir Þór Þ. í kvöld!Prenta

Körfubolti

Toppslagur í Ljónagryfjunni í kvöld þegar okkar menn fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Subway-deild karla. Viðureignin hefst kl. 19:15 en mætið snemma því gómsætir grillborgarar verða á boðstólunum frá kl. 18:15.

Fjögur lið eru jöfn og efst á toppi deildarinnar eftir sjö umferðir en það eru Njarðvík, Valur, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn öll með 10 stig. Ekki láta þig vanta í Ljónagryfjuna í kvöld en þetta verður fyrsti leikurinn sem nýjasti liðsmaðurinn okkar Þorvaldur Orri Árnason leikur í Njarðvíkurbúning.