Tryggingamál og meiðsli iðkenda
Höfuðmeiðsli og heilahristingur
Höfuðáverkar geta átt sér stað, bæði í keppni og á æfingum. En hvað ber að varast? Hvenær þarf að leita til læknis og hvenær má byrja aftur að æfa og keppa?
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands unnu í samstarfi fræðslumyndbönd tengd höfuðhöggum og heilahristingi.
Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, sem sjá má hér fyrir neðan.
Hins vegar er um viðtalsmyndbönd að ræða þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér).
Auka efni
Hér á vefsíðu Knattspyrnusamband Íslands er að finna leiðbeiningar eða ráðleggingar sem íþróttafólk eða þjálfarar geta nýtt sér ef um heilahristing er að ræða. Alþjóðaólympíuhreyfingin ásamt m.a. FIFA hefur gefið út staðlaðar leiðbeiningar til að meta íþróttamenn sem fengið hafa heilahristing. Nefnist listinn SCAT3. Sambærilegur listi til að meta börn nefnist CHILD-SCAT3.
Ekki harka af þér höfuðhögg! from ISI on Vimeo.
Ekki harka af þér höfuðhögg! from ISI on Vimeo.
Íþróttaslysasjóður
ÍSÍ tekur ekki lengur við nýjum umsóknum í Íþróttaslysasjóð.
Á árinu 2002 var undirritað samkomulag á milli ÍSÍ og heilbrigðismálaráðuneytis, nú velferðarráðuneyti, um að ÍSÍ hefði umsjón með endurgreiðslum til íþróttafólks á skilgreindum sjúkrakostnaði vegna íþróttaslysa, úr sérstökum slysabótasjóði sem byggður var upp með árlegu fjárframlagi ráðuneytisins. ÍSÍ hefur annast endurgreiðslurnar frá þeim tíma og fram til þessa.
Velferðarráðuneytið (áður heilbrigðisráðuneyti) hefur nú hætt greiðslum í sjóðinn með vísan í greiðsluþátttökukerfi sem tók gildi 1. maí 2017 og sem hefur lækkað verulega sjúkrakostnað almennra notenda, þar með talið íþróttafólks. Einnig er vísað í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
Eftir sem áður gilda þau réttindi sem fyrir voru varðandi slys er valda óvinnufærni í 10 daga eða meira, sbr. slysatryggingar almannatrygginga, nr. 45/2015 og reglugerð um slysatryggingar íþróttafólks samkvæmt III. kafla laga nr. 117/1993 um almannatryggingar. Þau úrræði eru áfram á höndum Sjúkratrygginga Íslands.
Þegar ofangreind ákvörðun lá fyrir samþykkti framkvæmdastjórn ÍSÍ að halda endurgreiðslum úr sjóðnum áfram út árið 2019 í ljósi þess að enn voru fjármunir í sjóðnum, með fyrirvara um að greiðslum yrði hætt ef sjóðurinn tæmdist áður en árið yrði á enda. Ekki þurfti að grípa til slíkra ráðstafana. Á fundi framkvæmdastjórnar 12. desember 2019 var staðan endurmetin, með hliðsjón af peningalegri stöðu sjóðsins, og samþykkt að hætt verði að taka við nýskráningum íþróttaslysa frá og með 1. mars nk.
Haldið verður áfram að greiða reikninga vegna eldri slysa, sem þegar hafa verið skráð hjá ÍSÍ, út árið 2020 eða þar til sjóðurinn tæmist.
—————————————————————————————————————–
REGLUGERÐ ÍSÍ UM GREIÐSLU BÓTA VEGNA ÍÞRÓTTASLYSA
1. grein
Slysatrygging íþróttafólks ÍSÍ tekur til slysa, sem verða við íþróttaiðkanir þeirra, sem orðnir eru 16 ára
og eru sannanlega félagar í viðurkenndum íþrótta- og ungmennafélögum og sem ekki njóta bóta, skv. 3. mgr. 24.gr. almannatryggingalaga. Þó eiga þeir íþróttaiðkendur rétt á bótum sem eru yngri en 16 ára og hafa keppt í efsta aldursflokki sinnar íþróttagreinar. Þeir íþróttaiðkendur, sem hafa atvinnu af íþróttaiðkun sinni sbr. reglugerð heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis dags. 22. mars 2002, fá ekki bætur skv. reglugerð þessari, enda eru þeim tryggðar bætur hjá TR. Þeir íþróttaiðkendur, sem eru óvinnufærir í 10 daga eða meira fá ekki bætur skv. reglugerð þessari, enda eru þeim tryggðar bætur hjá TR sbr. reglugerð heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis dags. 22. mars 2002.
2. grein
Með íþróttaiðkun er átt við keppni á vegum íþróttafélaga skv. 1. gr. svo og skipulagðar íþróttaæfingar sem haldnar eru á vegum þessara aðila, undir stjórn þjálfara með það að markmiði að taka þátt í keppni. ÍSÍ áskilur sér rétt til að hafna erindum, vegna íþróttaslysa, sem eiga sér stað í æfingum og
keppni sem eru fyrir 30 ára og eldri.
3. grein
Slys sem verða á ferðum til eða frá æfingum eða keppni falla ekki undir slysatryggingar íþróttafólks skv. reglugerð þessari. Það sama gildir um slys í búningsherbergjum og baðklefum og slys á keppnisferðalögum, innanlands sem utanlands, nema þau sem verða við æfingar eða keppni, sbr. 2. gr.
ÍSÍ endurgreiðir ekki kostnað vegna kaupa á lyfjum, tannviðgerðir, júkraflutningakostnað, stoðtæki og kostnað vegna sjúkraþjálfunarbeiðni.
4. grein
Tilkynningu um íþróttaslys skal senda skrifstofu ÍSÍ á eyðublaði sem liggur frammi á skrifstofu ÍSÍ og einnig má ná í á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is. Skal tilkynningin vera undirrituð af hinum slasaða og þjálfara hans og stimpluð af íþróttafélaginu. Einnig skal fylgja beiðni læknis um sjúkraþjálfun ef óskað er eftir endurgreiðslu vegna sjúkraþjálfunar.
5. grein
Bætur slysatrygginga ÍSÍ nema allt að 80% af kostnaðarhluta sjúklings vegna sjúkraþjálfunar og beinnar læknismeðferðar, skv. opinberum taxta TR. Ef hinn slasaði þarfnast meðhöndlunar hjá sjúkraþjálfara oftar en tuttuguogfimm sinnum, áskilur ÍSÍ sér rétt til að krefjast nýrra gagna og upplýsinga um sjúkraferlið og meta hverju sinni, hvort bætur skulu áfram greiddar.
6. grein
Ef vafi leikur á um rétt íþróttaiðkanda til bóta, skv. reglugerð þessari, hvílir sönnunarbyrðin á viðkomandi íþróttafélagi. Ef í ljós kemur að bótaréttur er misnotaður, hefur ÍSÍ endurkröfurétt á greiddum bótum og getur jafnframt sett viðurlög á viðkomandi aðila um niðurfellingu bóta til lengri eða skemmri tíma.
7. grein
Reglugerð þessi er sett og gildir með vísan til þess, að ríkisvaldið leggur fram styrk vegna íþróttaslysa og takmarkast greiðslugeta ÍSÍ af þeirri upphæð á hverju almanaksári. Ef styrktarféð er uppurið, falla allar lysabætur niður, það sem eftir er þess almanaksárs eða frestast til næsta árs skv. ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Ef afgangur verður af þeirri upphæð sem ÍSÍ fær í styrk frá heilbrigðisráðuneytinu, sbr. samkomulag dags. 26. apríl 2002, gengur hann áfram til ráðstöfunar á næsta ári.
8. grein
Umsjón með greiðslu bóta skv. reglugerð þessari er í höndum skrifstofu ÍSÍ í umboði framkvæmdastjórnar ÍSÍ.
9. grein
Hverju íþrótta- og ungmennafélagi skal gerð grein fyrir réttindum og kyldum, sbr. þessi reglugerð og er viðkomandi gert að skrifa undir og amþykkja þau skilyrði og forsendur, sem slysabæturnar eru háðar þegar sótt er um bætur skv. þessari reglugerð. Reglugerð þessi tekur gildi frá og með 1. apríl 2002 og nær yfir þau slys, sem eiga sér stað frá þeim tíma.
Reglugerð samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ 30. apríl 2003.
Sjá einnig Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga eftir Ragnhildi Helgadóttir.