Tveir flottir sigrar í dagPrenta

Körfubolti

B lið Njarðvíkur sigraði Reyni frá Sandgerði í frekar jöfnum leik sem endaði 66-59 í 2.deild. En Njarðvík B var eingöngu skipað leikmönnum unglingalfokks félagsins í dag. Veigar Páll Alexandersson átti frábæran leik , hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 31 stig. 

9.flokkur stúlkna komst áfram í 8 liða úrslit bikarkeppni yngri flokka eftir öruggan sigur á Tindastól 59-37. Stighæstar í liði Njarðvíkur vour Lovísa Grétarsdóttir með 18 stig, Rannveig Guðmundsdóttir með 16 stig og Lovísa Bylgja Sverrisdóttir með 11 stig.

Flottur dagur hjá liðunum okkar í dag.