Tveir góðir heimasigrar um helginaPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurliðin lönduðu tveimur góðum heimasigrum þessa helgina. Á laugardag mættust Njarðvík og Tindastóll í 1. deild kvenna þar sem Ljónynjunar höfðu öruggan 88-70 sigur. Í kvöld var það svo karlaliðið sem tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins með 78-68 sigri á Val.

Næsti leikur kvennaliðsins er 18. nóvember þegar topplið Fjölnis kemur í heimsókn í 1. deild kvenna en karlaliðið fær KR í heimsókn föstudaginn 9. nóvember kl. 20:15.

Staðan í Geysisbikar karla:

Leikjum ólokið í Geysisbikarnum, 32-liða úrslit

Grindavík/Keflavík
Stjarnan/Breiðablik
Selfoss/Sindri

Liðin sem eru komin í 16-liða úrslit

Njarðvík
KR
Fjölnir
Hamar
Haukar
Skallagrímur
KR b
Þór Þorlákshöfn
Tindastóll
ÍA

Vestri – sat hjá í 32-liða úrslitum
Njarðvík b – sat hjá í 32-liða úrslitum
ÍR – sat hjá í 32-liða úrslitum

Mynd/ JBÓ – Julian Rajic hamrar heim tveimur stigum í leiknum gegn Val.