Tveir hópar á Reycup frá NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Reycup alþjóðlega knattspyrnuhátíðin fór fram frá sl. fimmtudegi og til í dag á félagssvæði Þróttar í Reykjavík. Frá Njarðvík fór tveir hópar, 4. flokkslið drengja og svo stúlkur úr 4. flokki sem léku með samaneiginlegu lið Njarðvík og KF (Knattspyrnufélag Fjallabyggðar).

Strákarnir stóðu sig mjög vel og gáfust aldrei upp. Það var mikill stígandi í liðinu og unnu þeir svo loka leik dagsins í hörkuleik geng Versló frá Kenía. En það er hópurinn sem búin er að vera í fréttum að undanförnu og boðið var hingað til að taka þá í mótinu.

Stelpurnar komust einnig vel frá mótinu en þær voru að leika þarna í fyrsta skipti í 11 manna bolta. Þær léku um 5 til 6 sæti en töpuðu leiknum í vítaspyrnukeppni eftir að hafa verið betri í leiknum. Mjög mikill stígandi hjá þeim yfir mótið og hefðu getað endað ofar ef þær hefðu spilað alla leikina eins og þær gerðu í síðasta leiknum.

Myndirnar er frá mótinu