Tveir nýjir leikmenn eru að bætast við leikmannahóp okkar en það eru þeir Gísli Martin Sigurðsson kemur að láni frá Breiðablik og markvörðurinn Jökull Blængson sem kemur að láni frá Fjölni. Báðir eru þeir í námi í USA og verða hjá okkur fram í ágúst. Gísli Martin er fæddur 1998 og lék sl. sumar 15 leiki með ÍR, Jökull Blængson er fæddur 1997 og stóð í marki Hauka sl. sumar í 14 leikjum, hann á einnig 4 leiki að baki með Fjölni. Hann lék einnig nokkra leiki með 4. flokki Njarðvík fyrir nokkrum árum.
Þessir leikmenn koma til með að stækka leikmannahóp okkar og bjóðum við þá velkomna.