Njarðvík gerði glæsilega ferð í Ólafssal og landaði gríðarlega sterkum 70-78 sigri á Haukum í Subwaydeild kvenna í gærkvöldi. Aliyah Collier eða Tvennu-Collier landaði þar sinni sextándu tvennu í 17 umferðum og Njarðvík tók sér stöðu á toppi deildarinnar á nýjan leik. Toppbaráttan er í algleymingi um þessar mundir og hver stórleikurinn rekur annan.
Fimm leikmenn liðsins gerðu 13 stig eða meira í sigrinum gegn Haukum. Diane Diéné var stigahæst með 17 stig og 7 fráköst. Aliyah Collier bætti við 15 stigum og 17 fráköstum og þá voru þær Lavina, Vilborg og Lára allar með 13 stig en Lára kom með sína 13 punkta af bekknum og hleypti verulegri orku í liðið.
Næsti leikur er alvöru glíma þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík í Ljónagryfjunni á miðvikudag 23. febrúar. Leikurinn hefst kl. 20.15 þar sem stefnan er að skapa magnaða stemmningu og munu iðkendur yngri flokka m.a. setja skemmtilegan svip á leikinn.
Hér að neðan gefur að líta helstu umfjallanir um sigurleikinn gegn Haukum
Vf.is: Njarðvík lagði Hauka í Hafnarfirði
Karfan.is: Sterkur varnarleikur skóp sigur Njarðvíkur í Ólafssal
Karfan.is: Það voru leikmenn sem stigu svakalega upp hérna í dag
Karfan.is: Mikilvægt að bekkurinn og allir séu með
Vísir.is: Sterkur útisigur Njarðvíkur
Mbl.is: Njarðvík endurheimti toppsætið
Rúv.is: Fjölnir og Njarðvík áfram jöfn á toppnum