Tvö lið frá Njarðvík í bikarúrslit!Prenta

Körfubolti
Fimm lið frá Njarðvík léku til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ á síðustu dögum og tvö komust í úrslitaleikna sem verða leiknir um helgina í Laugardalshöllinni.
Unglingaflokkur karla tapaði naumlega fyrir KR á heimavelli 57-62.
10.flokkur drengja tapaði með einu stigi gegn Breiðablik á útivelli 54:53
9.flokkur stúlkna lék tapaði stórt gegn Keflavík á útivelli.
Sigrarnir tveir komu svo hjá stúlknaflokki og 10.flokki stúlkna.
Stúlknaflokkur sigraði Breiðablik með miklum mun á heimavelli og 10.flokkur stúlkna unnu öruggan sigur á heimavelli gegn sameiginlegu liði Þórs/Hrunamann og Selfossi.
Hér eru upplýsingar um úrslitaleikina hjá okkar liðum:
 
14. febrúar – föstudagur ·
16:30 · 10. fl. stúlkna: Keflavík – Njarðvík · Beint á RÚV2
 
16. febrúar – sunnudagur
15:45 · Stúlknaflokkur: KR – Njarðvík · Beint á KKÍ-Youtube
 
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í höllina og styðja stúlkurnar okkar til sigurs.