10. og 9.flokkur stúlkna eru komnar í bikarúrslit eftir frábæra sigra gegn Tindastól og Fjölni. Unglingaflokkur karla leikur svo síðasta leikinn í undanúrslitunum á morgun kl 17 gegn sameiginlegu liði Keflavíkur og Grindavíkur á Sunnubrautinni í Keflavík. Hvetjum alla að mæta og hjálpa strákunum að komast í höllina og verða fjórða liðið frá Njarðvík á bikarhelgi KKÍ.