Tvö mikilvæg stig í sarpinn gegn GrindavíkPrenta

Körfubolti

„Hneit þar“ mælti Vésteinn þegar óþekktur árásarmaður vó hann í rekkju og slíkt hið sama var gert við heimavallardrauginn í Njarðvík í gærkvöldi þegar okkar menn í grænu lögðu Grindavík 81-78 í Domino´s-deild karla. Þar með er fyrsti heimasigur tímabilsins kominn á skrá.

Eftir rólega byrjun var það Mario Matasovic sem varð stigahæstur í gær með 24 stig og 4 fráköst en hann var 4-5 í þristum. Næstur var Rodney Glasgow Jr. með 23 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar og Hester splæsti í aðra tvennu með 11 stig og 16 fráköst.

Í næstu umferð sem verður sjöunda umferð deildarinnar leggja ljónin land undir fót og mæta Lagarfljótsorminum á Egilsstöðum þann 31. janúar og hefst sá leikur kl. 19.15.

Hér að neðan má sjá umfjallanir frá leik gærkvöldsins frá hinum ýmsu miðlum:

Mbl.is: Njarðvíkingar með seiglusigur

Mbl.is: Fengu að heyra það í hálfleik

Karfan.is: Njarðvík fór með sigur í háspennu kaflaskiptum leik

Karfan.is: Mario: Sýndum karakter

Karfan.is: Einar Árni: Tek stigin

Vísir.is: Aftur tapar Grindavík

Vísir.is: Jón Arnór: Besti vinur minn lét senda mig útaf

Myndasafn úr leiknum

Mynd/ SBS: Mario snögghitnaði í síðari hálfleik gegn Grindavík í gær.