Njarðvík sigraði Kórdrengi 2 – 0 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Stefán Birgir Jóhannesson skoraði fyrra mark okkar í kvöld úr vítaspyrnu um miðjan fyrrihálfleik, en jafnræði var með liðunum og menn að skila fínni vinnu.
Atli Freyr Ottesen Pálsson gerði seinna mark okkar eftir fína sókn. Okkar leikur var ekki jafn góður í seinnihálfleik en okkur tókst að halda aftur af sterku liði Kórdrengja.
Eins og í síðasta leik þá var okkar lið skipað þeim leikmönnum sem eru að æfa með okkur einnig fengu nokkrir strákar úr 2. flokki að spreyta sig í kvöld og stóðu sig vel.
Í byrjunarliðið í dag voru; Rúnar Gissurarson (m), Arnar Helgi Magnússon, Marc McAusland, Jón Tómas Rúnarsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Ari Már Andrésson, Atli Freyr Ottesen, Theodór Guðni Halldórsson, Bojan Stefán Ljubicic, Krystian Wiktorowicz og Andri Gíslason.
Varamenn; Andri Ingvarsson (m), Helgi Snær Elíasson, Jökull Örn Ingólfsson, Bergstenn Freyr Árnason, Þórir Ólafsson, Fernando Valladares.
Mynd/ markaskorarnir Atli Freyr og Stefán Birgir.