U 15 ára landslið Íslands mætir jafnöldrum sínum frá Hong Kong í landsleik á Njarðtaksvelli á morgun, mánudaginn 13.ágúst kl. 16:00. U 15 ára landsliðið mætti liði jafnaldra sinna frá Peking á laugardaginn í Garðinum og vann hann örugglega 13 – 0.
Pálmi Rafn Arinbjörnsson leikmaður okkar stóð í markinu gegn liði Peking á laugardaginn en hafði lítið að gera. Leikurinn á morgun gegn Hong Kong hefst kl. 16:00 og hvetjum við þá sem eiga tök á því að kíkja á leikinn og sjá upprennandi leikmenn Íslands.