U 18 ára lið Íslands leika í umspili um sæti í Evrópukeppninni í dagPrenta

Körfubolti

Undir 18 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Oradea í Rúmeníu.

Í dag leika þeir fyrsta leik sinn í umspili um sæti 9-16 á mótinu gegn Hvíta Rússlandi kl. 13:15.

Okkar maður Veigar Páll Alexandersson er lykilmaður í liðinu og hefur verið að spila rúmar 21 mínútu að meðaltali í leik en Veigar var stigahæsti leikmaður liðsins á Norðurlandamótinu fyrr í sumar. 

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins http://www.fiba.basketball/europe/u18b/2019/team/Iceland