Umfjallanir eftir þriðja sigurinn í röðPrenta

Fótbolti

Njarðvíkurliðið gerði sér lítið fyrir í gær og sótti þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum í upphafi Lengjudeildar karla, þar sem þeim var spáð 10. sæti fyrir mót.

Leikið var í Laugardalnum í gær gegn liði Þrótti Reykjavíkur og var leikurinn nokkuð jafn og var það ekki fyrr en á 83. mínútu sem Oumar Diouck kom okkar mönnum yfir eftir frábæra skyndisókn Njarðvíkinga.
Oumar gerði þar með sitt þriðja mark í fyrstu 3 leikjunum.

Eins og áður segir er liðið búið að sigra alla þrjá fyrstu leikina sína og eru með fullt hús stiga á toppnum, með markatöluna 6-1.
En framundan eru krefjandi leikir gegn ÍBV og Þór Akureyri á Rafholtsvellinum þann 25. maí og 31. maí.
Þar eiga strákanir skilið að fá alvöru stuðning til að gera sitt besta til að halda þessari frábæru byrjun gangandi.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á helstu umfjallanir fjölmiðla um leikinn auk þess sem má sjá mark Oumar á öllum samfélagsmiðlum deildarinnar.

Áfram Njarðvík!

Helstu umfjallanir:

Skýrsla fotbolti.net
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Viðtal fotbolti.net við Arnar Helga
Umfjöllun VF um leikinn
Leikskýrsla KSÍ
Stöðutaflan í Lengjudeildinni