Umfjallanir helstu miðla eftir fyrsta leikPrenta

Körfubolti

Úrslitaeinvígi Njarðvíkur og Keflavíkur fór af stað með látum í gærkvöldi þegar tvíframlengja varð leikinn. Keflavík marði sigurinn í þetta skiptið og leiðir einvígið því 1-0 en Ljónynjurnar okkar ætla sér ekkert annað en að jafna það á sunnudag 19. maí þegar liðin mætast í sínum öðrum leik.

Njarðvíkurliðið fékk þónokkur tækifæri til að gera út um leikinn en svona er þetta stundum, við bítum í það súra og trukkum áfram okkar leið.

Selena Lott fór mikinn í leiknum með 39 stig og 14 fráköst sannkölluð tröllatvenna og Hesseldal blandaði sér í tvennuleikinn með 15 stig og 20 fráköst.

Fylgist vel með á miðlum UMFN því innan skamms hefst miðasala á leik tvö á Stubbur-App.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir og myndir eftir leik eitt:

VF.is: Keflavík vann fyrsta leikinn eftir tvíframlengingu

VF.is: Myndasyrpa úr fyrstu viðureign úrslita Subwaydeildar kvenna

Karfan.is: Thelma Dís hetja Keflavíkur eftir tvíframlengdan naglbít á Sunnubrautinni

Karfan.is: Gífurlega vonsvikin (viðtal við Enu Viso)

Vísir.is: Tvíframlengdur spennutryllir

Vísir.is: Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára

Mbl.is: Tvíframlengd háspenna í fyrsta leik

Ruv.is: Keflavík með fyrsta höggið í Suðurnesjaslagnum

Mynd með frétt/ SBS