UMFN meðal þeirra sem hljóta styrkPrenta

UMFN

 

Þann 26. júní sl. var skrifað undir samninga um sérverkefni er tengjast aðgerðaráætlun á Suðurnesjum við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, Skátafélagið Heiðabúa, Ungmennafélagið Keflavík, Ungmennafélag Njarðvíkur og Reykjanesbæ. Umfang aðgerðanna sem samið var um nú er alls tæpar 28 milljónum kr. og er um að ræða fjölþætt verkefni sem tilheyra fyrri hluta aðgerðaráætlunar stjórnvalda er snúa að menntaúrræðum á svæðinu. Meðal þeirra verkefna sem styrkt eru nú eru fjölbreytt frístundanámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri og námskeið í tölvuleikjagerð, jöklamennsku og útivist á vegum Keilis. Þá mun Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum bjóða upp á námskeið í valdeflingu kvenna, starfsþróun, styrkingu og handleiðslu, náms- og starfsráðgjöf og íslenskukennslu fyrir útlendinga.

„Markmið okkar aðgerða er meðal annars að tryggja gott aðgengi að námi á öllum skólastigum á Suðurnesjum, að góð þjónusta sé við íbúa á svæðinu sem hafa annað móðurmál en íslensku og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi, tónlistarnámi og íþróttastarfi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. „Við eigum í góðu samstarfi við sveitarfélögin í þessu samhengi og fylgjumst vel með þróuninni á svæðinu.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningamálaráðherra við tilefnið.

 

 

Mynd/VF.is